Færsluflokkur: Sjónvarp

Já, ég held að ég fari bara á veiðar!

Íslensk spennuþáttaröð hóf göngu sína á RUV í kvöld. Þátturinn sem nefnist Mannaveiðar er einn af mörgum nýjum afurðum í íslenskri þáttagerð. Ég get ekki annað sagt en að ég hafi haft gaman af, nógu gaman til þess að horfa á næsta þátt og ég vona að ég verði ekki fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun. Forvitni mín hefur verið vakin og ég held að ég fari bara á veiðar!

Kinnalitur, brúnnkuklefar og karlmennska

Íslendingar hafa löngum verið frægir fyrir það hve mikið er hér horft og hlustað á fréttir.  Alltaf er eitthvað í fréttum meira að segja þegar um þessa frægu gúrkutíð er að ræða. En hvað með það,      þrátt fyrir fréttir og ekki-fréttir er eitt sem alltaf vekur athygli mína í fréttum Stöðvar 2 og það er förðunin, og þá sérstaklega föðrun karlkyns fréttamannanna. Ekki veit ég það hvort að hið illræmda brúnnkuæði landans hefur gripið um sig á Stöð 2 en mér finnst einhvern veginn þessir karlar alltaf vera hálf appelsínugulir í framan. Kannski er það lýsingin í stúdíóinu sem gerir það að verkum að ég grýp oft til fjarstýringarinnar af sjónvarpinu og ætla eitthvað að fara að fikta í stillingunum á litnum. En þá tekur kannski Edda fréttakona við og sé ég að hún er ekki appelsínugul og sannfærist þá um það að sjónvarpið mitt sé ekki bilað. Ég ef nú nokkrum sinnum sé þessa fréttamenn á förnum vegi og ekki get ég sagt að þeir hafi eitthvað stungið í stúf í margmenninum sökum húðlitar síns. Þeir falla bara ágjætlega inn í hinn grámuggulega íslenska hversdagsleika.  Ætli þessir menn viti hve fáránlega þeir líta út og ef þeir vissu það ætli þeir myndu eitthvað gera í því eða eru þeir eins og margur íslendingurinn fastur í viðjum brúnnkuklefans?  Eitt enn verð ég að nefna og það er sérstaða eins fréttamannsins á Stöð 2. Hann er nú yfirleitt alveg jafn appelsínugulur og hinir en það er eitt sem hann hefur um fram hina og það er sú staðreynd hver rjóður hann er alltaf í kinnum. Aðeins tvennt kemur til greina. Annað hvort gerir hann eins og sumar gamlar konur gera til að fríska upp á sig, klípur í kinnarnar til að virka rjóðari, eða hann er einfaldlega með kinnalit!! Logi minn, ég held að þú þurfir að eiga alvarlegt samtal við förðunarfólkið þitt ef þú villt ekki vera með meiri kinnalit en þín ágjæta kona Svanhildur.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 326

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband