Þetta gengur svona upp og niður!

Það er ýmislegt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Ég er búin að skila þeim verkefnum sem ég átti að skila í nóvember og nú er bara að fara að snúa sér að næsta skrefi. Ég er að byrja á fræðilegri ritgerð um gagnrýni sem á að skila 12. des og svo er bara að fara að læra fyrir prófið sem er 18. des.  Var að skoða próftöfluna í Háskólanum og gat ekki betur séð að í minni deild (hugvísindadeild) sé algengara að prófin séu seinna í mánuðinum en hjá öðrum deildum sem er þá búin fyrr í sínum prófunum. En svona er það nú. Óheppnin er búin að elta litlu fjölskylduna okkar á síðustu vikum. Fyrir stuttu varð nýlegi bíllinn okkar allt í einu eineygður í annað sinn síðan við keyptum hann sem var í mars á þessu ári. Það eru 3 perur í hvoru framljósi og það var ekki nóg að bara ein færi heldur fóru allar í öðru ljósinu og ein í hinu! Skemmtilegt! Og þar sem þetta var ekki nóg þá gaf þvottavélin okkar endanlega upp öndina eftir margra ára trygga þjónustu og það er ekki hægt að gera við hana. Þannig að nú erum við að fara í þvottavélaleiðangur sem ætti nú að vera skemmtilegt! Eins og allir vita eru þvottavélar eitt af dýrustu tækjunum á heimilinu og ekki hægt að fá eina góða nema fyrir 100 þúsund í minnsta lagi. Allt gerist þetta á besta tíma í yfirstandandi kreppu!!!! En það eru nú að koma jól og því ekkert annað að gera en að finna það sem er jákvætt í lífinu og einblína á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband