6.4.2008 | 09:25
Og er þetta frétt?
Hver ákvarðar það hvað er frétt og hvað ekki? Íslensk kona giftist unnusta sínum, hefur það ekki gerst áður? Eða spilar það svona stóran þátt að hann er indverskur? Núna er ég bara alls ekki að skilja Moggan!! Ætli það komist í fréttirnar þegar ég gifti mig, ég bara spyr? Ég sé alveg fyrir mér fréttina, bókmenntafræðingur (sem ég er nú ekki orðin enn), alin upp að öllu leyti í þorpi á sunnanverðum vestfjörðum, giftist unnusta sínum til margra ára. En, nei annars, ég kemst örugglega ekki í fréttirnar með þetta því að unnusti minn er ramm íslenskur karlmaður sem étur súrsaða hrútspunga á Þorranum. En ég kemst einhvern tímann í fréttirnar, fylgist bara með!
Giftist inn í indverska fjölskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siggan
Nýjustu færslur
- 17.1.2009 Nú byrjar fjörið!
- 3.12.2008 Þetta gengur svona upp og niður!
- 24.11.2008 Engin kreppa hér í gangi!
- 30.10.2008 Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
- 29.10.2008 Skólinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.