6.4.2008 | 09:48
Blessuð fríblöðin!
Alltaf er ég að heyra það að Fréttablaðið sé mest lesna fríblaðið á Íslandi og að lestur á 24 stundum sé alltaf að aukast. En það er nú ekki mér að þakka því að ég fæ þessi blöð mjög sjaldan. Ekki er ástæðan sú að ég búi úti á landi því að ég bý í hinni stóru borg Reykjavík. Sem dæmi er ég búin að fá 24 stundir 3 sinnum frá páskum og Fréttablaðið 2 sinnum. Ef ég fæ ekki 24 stundir get ég sent tölvupóst og látið vita af því og ef ég fæ ekki Fréttablaðið er símsvari sem maður getur hringt og talað inn á. En ekki virðist þetta vera alveg að ganga upp hjá þeim. Í vetur hafði ég það á tilfinningunni að sá sem ber út Fréttablaðið í minni götu bæri bara út ef það væri gott veður og af því að dæmi getið þið ímyndað ykkur hve sjaldan Fréttablaðið barst til okkar í vetur. Ekki veit ég hver er ástæðan fyrir fjarveru 24 stunda því að það er ekki algild regla að það sé gott veður þegar það berst til mín. Og svo er það annað sem er ennþá furðulegra. Sumar nætur þegar ég fer á fætur til að gefa dóttur minni að drekka þá heyri ég að fiktað er í bréfalúgunni bæði hjá okkur og hjá nágranna okkar og geri ég þá ráð fyrir því að annað hvort blaðið sé að berast til okkar. En þegar ég fer svo að gá eru bara engin blöð í bréfalúgunni! Hvað er í gangi, eru þessar manneskjur sem bera út blöðin bara að þykjast? Fikta þær bara aðeins í bréfalúgunni og fara svo, því ekki get ég ímyndað mér að einhver annar sitji fyrir þeim og steli blöðunum frá okkur!! En ég auglýsi hér með eftir manneskju sem er tilbúin að bera út blöðin prívat og persónulega bara fyrir mig, manneskju sem þolir vel veður og vind og manneskju sem ekki ber út ósýnileg blöð. Góðar stundir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siggan
Nýjustu færslur
- 17.1.2009 Nú byrjar fjörið!
- 3.12.2008 Þetta gengur svona upp og niður!
- 24.11.2008 Engin kreppa hér í gangi!
- 30.10.2008 Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
- 29.10.2008 Skólinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.