19.4.2008 | 13:53
Gott að kunna þetta!
Ég væri alveg til í að kunna að dáleiða sjálfa mig því að sá hæfileiki hefði nýst mér jafn vel og þessum manni í gær. Því í gær lenti ég í þeirri skemmtilegu lífsreynslu að tekin var af mér tánöglin af annari stóru tánni minni. Þessi ,,aðgerð,, var framkvæmd á heilsugæslunni í hverfinu mínu undir handleiðslu læknis og hjúkrunarfræðings. Þar sem engin tími var laus hjá mínum lækni fékk ég tíma á bráðamóttöku á heilsugæslunni þar sem hægt er að tala við hjúkrunarfræðing og lækni ef til þarf. Ég hafði bara hugsað mér að láta líta á tánna góðu í von um að fá pensilín til þess að losna við þessa skemmtilegu sýkingu sem var að hrjá mig. En ekkert hefði getað undirbúið mig undir það sem kom næst. Hjúkkan tilkynnti mér að læknir þyrfti að skoða gripinn því að ekki þótti henni táin falleg. Læknirinn kom og sagði að ekkert væri annað í stöðunni en að taka nöglina af! Læknirinn hóf svo undirbúning hinnar stóru aðgerðar og tók til við það að deyfa tánna fyrir komandi átök. Ég sá svo glampa á tólin sem til stóð að nota við þetta og ég get ekki sagt að á þeim tímapunkti hafi mér liðið vel með þetta. Þegar læknirinn byrjaði að deyfa sagði ég við hann að búast mætti við því að deyfa þyrfti mig oftar en einu sinni því að eitthvað tæki ég illa við þessu eitri. Margar tilraunir voru gerðar en allt kom fyrir ekki. Táin var alveg að springa af allri deyfingunni sem í hana var komin að ekki komst meira fyrir. Allt var þetta til einskis því að ennþá fann ég vel fyrir tánni. Læknirinn sagði þá að það þýddi ekkert annað fyrir mig en á bíta á jaxlinn og harka þetta af mér. Þannig að án deyfingar kippti læknirinn með sínum tækjum og tólum tánöglinni af í heilu lagi. Og það get ég sagt ykkur að þetta var helvíti vont og núna skil ég betur af hverju það að rífa neglur af fólki er talin góð pyntingaraðferð!! Eftir næstum 2 tíma veru á heilsugæslunni labbaði ég einni tánögl fátækari heim á leið með umbúðir á stærð við boxhanska á tánni. Þetta var einhvern veginn ekki sú byrjun á góðri helgi sem ég hafði ætlað mér :)
Dáleiddi sjálfan sig fyrir skurðaðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 20.4.2008 kl. 10:11 | Facebook
Um bloggið
Siggan
Nýjustu færslur
- 17.1.2009 Nú byrjar fjörið!
- 3.12.2008 Þetta gengur svona upp og niður!
- 24.11.2008 Engin kreppa hér í gangi!
- 30.10.2008 Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
- 29.10.2008 Skólinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.