19.5.2008 | 21:18
Vatnsmýrin er fitandi!
Í gær var haldið eitthvað málþing í Iðnó um m.a. að samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefðu bein áhrif á versnandi lýðheilsu höfuðborgarbúa. Að skortur á útivistarsvæðum hefði þau áhrif að við hreyfðum okkur minna og að áherslan á einkabílin í samgöngum höfðuborgarsvæðisins væru þess valdandi að við færum síður hjólandi, gangandi eða hlaupandi okkar ferða. Auðvitað barst í tal Vatnsmýrin og hve mikið svæði til útivistar væri þar í boði ef bara flugvöllurinn færi í burtu. Flugvöllurinn, sem er aðal samgönguæð landsbyggðarinnar, á sem sagt að víkja fyrir útivistarsvæði fyrir of feita borgarbúa sem færu hvort sem er ekki á þetta svæði þó að þeir fengu borgað fyrir það. Því að það er ekki skortur á útivistarsvæðum sem veldur því lýðheilsa borgarbúa versnar vegna þess að við þyngjumst og þyngjumst, það er einfaldlega bara vegna leti. Við nennum ekki að fara það sem við gætum farið labbandi, við veljum alltaf bílinn því að hann er fljótari, þægilegri og auðveldari. Ég sá svo viðtal við Dag B. Eggertsson í sjónvarpinu eftir þingið og þar komust hann og fréttamaðurinn að þeirri niðurstöðu að í rauninni væri Vatnsmýrin fitandi!! Já, það er alltaf auðveldara að koma sökinni yfir á aðra í staðinn fyrir að taka ábyrgðina sjálfur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siggan
Nýjustu færslur
- 17.1.2009 Nú byrjar fjörið!
- 3.12.2008 Þetta gengur svona upp og niður!
- 24.11.2008 Engin kreppa hér í gangi!
- 30.10.2008 Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
- 29.10.2008 Skólinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.