Sumarfrí!!

Ég og fjölskyldan mín erum búin að vera í sumarfríi fyrir vestan núna í næstum mánuð. Hér erum við í góðu yfirlæti hjá foreldrum  mínum og höfum það alveg rosalega gott. Dóttir okkar, sem er núna að verða 8 mánaða, hefur stækkað og dafnað vel hérna í sveitinni. Hún er farin að sitja sjálf, byrjuð að segja mamma og pabbi og afi og amma á sínu barnatungumáli og hún er líka búin að fá 2 tennur!! Við höfum fengið alveg frábært veður og gæti ekki liðið betur. Við eigum svo von á fleiri ættingjum á hingað um næstu helgi og þá verður nú fyrst kátt í hölinni. Systir mín er að koma með sínar tvær stelpur og bróðir minn og hans kona eru líka að koma. Við stoppum alla vega út næstu viku og þá  verður haldið aftur til borg óttans. Það verður spennandi að sjá hvernig haustið og veturinn verður hjá okkur. Ég er að fara aftur í háskólann í haust og maðurinn minn er líka að fara í skóla. Hjá mér er kennt á daginn og hjá manninum mínum á kvöldin og um helgar. Þessi stundarskrá hjá okkur bjargar okkur frá hinni ómögulegu leit að dagmömmu sem er bara gott. Það færi hvort sem er stór hluti af námslánunum mínum í að borga henni. Þar sem ég verð bara sennilega 2 daga í viku í skólanum ætti þetta að reddast alveg. En sem sagt, spennandi tímar framundan. Þangað til næst!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband