Nú byrjar fjörið!

Nú er komið nýtt ár og nú byrjar allt upp á nýtt aftur. Ég er búin að fá allar einkunnirnar og mér gekk bara rosalega vel! Hæðstu einkunnir sem ég hef fengið frá því að ég byrjaði!! Gott að sjá að allt erfiðið sem maður lagði á sig hafi borgað sig. Ég og dóttir mín höfðum það rosalega gott yfir jólin og komum aftur í borgina á nýju ári. Skólinn er byrjaður aftur og ég er aftur í 3 fögum, 12,5 gömlum einingum. Ég er í skólanum 3 daga í viku og 2 daga er ég ekki búin fyrr en um kl 17 og 1 dag kl 16:20. Það verður töluvert lesefni í vetur en ég var byrjuð í tveimur af þessum fögum  þegar ég þurfti að fara í veikindafrí og ég á glósur í mest öllu lesefninu í einu faginu. En engu að síður verður þetta mjög erfiður vetur. Eitthvað ætlar dóttir mín að bíða með það að fara að labba og fórum við því með hana til læknis um daginn. Það á eitthvað að athuga þetta, fara til sérfræðings og í sjúkraþjálfun. Maður verður nú alltaf eitthvað hræddur þegar börnin þurfa að fara til læknis Undecided En þetta kemur allt í ljós fyrr eða síðar. Þangað til næst, hafið það gott!!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband