Færsluflokkur: Bloggar
6.4.2008 | 09:25
Og er þetta frétt?
Hver ákvarðar það hvað er frétt og hvað ekki? Íslensk kona giftist unnusta sínum, hefur það ekki gerst áður? Eða spilar það svona stóran þátt að hann er indverskur? Núna er ég bara alls ekki að skilja Moggan!! Ætli það komist í fréttirnar þegar ég gifti mig, ég bara spyr? Ég sé alveg fyrir mér fréttina, bókmenntafræðingur (sem ég er nú ekki orðin enn), alin upp að öllu leyti í þorpi á sunnanverðum vestfjörðum, giftist unnusta sínum til margra ára. En, nei annars, ég kemst örugglega ekki í fréttirnar með þetta því að unnusti minn er ramm íslenskur karlmaður sem étur súrsaða hrútspunga á Þorranum. En ég kemst einhvern tímann í fréttirnar, fylgist bara með!
Giftist inn í indverska fjölskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 21:16
Síðasti dagurinn til að versla, EVER!
Í gengum árin hafa páskarnir verið heilög hátíð og sú var tíðin sem engar búðir, engir veitingastaðir og eiginlega bara ekkert var opið. Eitthvað er þetta að verða frjálslegra og t.d. 10-11, Aktu Taktu og N1 eru með opið alla páskana. Föstudagurinn langi er í raun sá dagur sem minnst af búðum og svoleiðis er opið. Fólki finnst þetta samt sem áður vera langur tími því að það var örtröð á þessu stöðum í allan dag. Það mætti halda það að þetta væri síðasti dagurinn EVER sem eitthvað væri opið. Það er eins og fólk sé að búa sig undir heimsendir og að þetta sé síðasti dagurinn sem það hefur til að versla sér nesti til að taka með til helvítis, ég veit, kannski ekki við hæfi að skrifa svona á þessari hátíð en þetta er staðreynd samt sem áður. Og það sem fólk virðist líka vera búið að gleyma að það er enginn heimsendir í nánd, þó að það sé einhver kreppa að ganga yfir landið, og að á morgun geta allir byrjað daginn á því að fara í Kringluna, farið út að borða bæði í hádeginu og um kvöldið og í bíó bæði undan og á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 17:55
Fermingar, fótbolti og páskaegg
Nóg verður að gera hjá okkur yfir hátíðina. 2 fermingarveislur eru í dag, nóg af fótbolta um helgina og ég held að við eigum eftir að kafna á því að borða páskaeggið nr. 7 sem bróðir minn gaf okkur. Annars finnum við lítið fyrir þessu fríi því að við erum ennþá í fæðingarorlofi og þá er eins og það sé endalaus laugardagur. Eina sem minnir mann á það að dagarnir líða eru hinir mismunandi þættir sem eru á mismunandi dögum. Ég veit að það er mánudagur þegar ég sé að C.S.I. er á Skjá 1, ég veit að það er miðvikudagur þegar ég sé dömurnar í ANTM á skjánum og fleira og fleira. Um páskana á þetta allt eftir að brenglast og ég á eftir að rugla dögunum ennþá meira. En hvað um það. Góður matur, vonandi góður fótbolti og súkkulaðið mun flæða út um eyrun á manni. Gleðilega hátíð allir saman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 14:31
Allt svo sem gott og blessað með það!
Alltaf gott að heyra góðar fréttir að vestan. En samt sem áður kemur þetta ekki til með að nýtast heimamönnum í Arnarfirði á margan hátt. Ekki hefur verið vinnsla í rækjuverksmiðjunni á Bíldudal í mörg ár og því ekki aðstaða til þess að vinna þessa rækju þar sem hún var áður unnin og mun hún eflaust verða unnin á norðanverðum Vestfjörðum í staðinn, allt gott og blessað með það. En það eru sjálfsagt margir sem munu njóta góðs af þessu en kannski ekki þeir sem áður unnu rækjuna umtöluðu.
Rækjuveiðar heimilaðar í Arnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 12:22
Aðdráttarafl bloggsins.
Ekki átti ég von á því að á endanum gæfi ég undan og færi að blogga. Þetta blogg hafði einfaldlega aldrei heillað mig. En eitthvað er það, ég vildi bara koma ýmsu á framfæri og þetta er hinn ágjætasti miðill til þess. Fyrsta færslan mín sem birtist seinna í dag mun vera um samskipti mín við fæðingarorlofsjóð sem voru vægast sagt erfið og enduðu ekki í góðu, alla vega af milli hálfu. Njótið vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siggan
Nýjustu færslur
- 17.1.2009 Nú byrjar fjörið!
- 3.12.2008 Þetta gengur svona upp og niður!
- 24.11.2008 Engin kreppa hér í gangi!
- 30.10.2008 Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
- 29.10.2008 Skólinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar