12.3.2008 | 18:26
Hleypur og hleypur og hleypur!
Ég horfði auðvitað á mína menn spila úti á Ítalíu í gærkveldi og fór að spá í svolitlu sem ég hef áður velt fyrir mér. Í leikjum í meistaradeildinni er alltaf sýnt þegar leikmönnum er skipt útaf, eða við önnur tækifæri, hve mikið þeir hafi hlaupið meðan á leiknum stóð. Sýnd er nærmynd af móðum og másandi leikmönnum þegar þeir yfirgefa völlinn og neðst á skjánum stendur t.d. 7896 m. Þetta er ekki mælt í kílómetrum heldur metrum. Ætli það sé vegna þess að vegalengdin virkar lengri ef hún er í þúsundum metra heldur en í kílómetrum? Og svo að öðru, hvernig reikna þeir þetta út? Ég er nú ekki tæknivæddasta manneskja sem ég þekki
og auglýsi hér með eftir einhverjum sem veit hvernig þetta er gert.
Um bloggið
Siggan
Nýjustu færslur
- 17.1.2009 Nú byrjar fjörið!
- 3.12.2008 Þetta gengur svona upp og niður!
- 24.11.2008 Engin kreppa hér í gangi!
- 30.10.2008 Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
- 29.10.2008 Skólinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.