Hleypur og hleypur og hleypur!

Ég horfði auðvitað á mína menn spila úti á Ítalíu í gærkveldi og fór að spá í svolitlu sem ég hef áður velt fyrir mér. Í leikjum í meistaradeildinni er alltaf sýnt þegar leikmönnum er skipt útaf, eða við önnur tækifæri, hve mikið þeir hafi hlaupið meðan á leiknum stóð. Sýnd er nærmynd af móðum og másandi leikmönnum þegar þeir yfirgefa völlinn og neðst á skjánum stendur t.d. 7896 m. Þetta er ekki mælt í kílómetrum heldur metrum. Ætli það sé vegna þess að vegalengdin virkar lengri ef hún er í þúsundum metra heldur en í kílómetrum? Og svo að öðru, hvernig reikna þeir þetta út? Ég er nú ekki tæknivæddasta manneskja sem ég þekki Wink og auglýsi hér með eftir einhverjum sem veit hvernig þetta er gert.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 369

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband