Samgöngumálin og óþarfa þorpin

Eftir að ég sinni dóttur minni á morgnanna sest ég niður og les blöðin, ef þau hafa þá skilað sér þann morguninn. Í morgun var ég svo heppin að bæði Fréttablaðið og 24 stundir bárust inn um lúguna hjá mér. Í Fréttablaðinu rakst ég á innsenda grein sem staðsett var á síðu sem er kölluð skoðun. Þar var um að ræða grein um samgöngumál eftir Jón Otta Jónsson. En það var nú ekki það sem vakti athygli mína heldur var það fyrirsögnin ,,Veruleikafirrtir Vestfirðingar,,. Þessi grein er vægast sagt áhugaverð lesning. Ég hélt fyrst að fyrirsögnin væri einungis til þess að fá mann til að lesa greinina en hefði svo sem ekkert að gera með innihald greinarinnar. En þar skjáltlaðist mér. Jón Otti kemur í þessari grein fram með ýmsar áhugaverðar fullyrðingar sem ég hélt að væru ekki sæmandi vel upplýstu fólki. Oft hef ég nú heyrt þá skoðun að landsbyggðin sé heimtufrek á það fé sem er úthlutað til samgöngumála hverju sinni og að það sé ekki réttlætanlegt að úthluta svona miklu fé til byggða sem eru fámennar. En fullyrðingar Jón Otta kom mér verulega á óvart. Hann segir að t.d. byggðir eins og Bolungarvík, Flateyri, Súðavík og Suðureyri séu ,,óþarfa þorp,, og hafi því ekki forgang í samgöngubætur eins og gangagerð. Þorpin hafi verð þörf í gamla daga þegar hagstætt var fyrir sjómenn að búa sem næst fiskimiðunum. En eftir því sem tæknin breyttist hafi ekki verið nauðsynlegt að búa þarna og því hafi allt þetta fólk bara átt að flytja til Ísafjarðar þar sem góð höfn með nýtísku bátum voru staðsett. Jón Otti heldur áfram og segir að þessar samgöngubætur séu ekki réttlætanlegar vegna þess að þær séu aðeins til þess gerðar að ,,viðhalda óþarfa byggð með 500 manns,,. Hann segir fólk smáþorpanna vera með þvílíka heimtufrekju þegar þeir fari fram á ,,jarðgöng og snjóflóðavarnir,,. Já, guð forði okkur frá því að fólk sé varið fyrir náttúruöflunum, ég hélt að ég þyrfti ekki að minna á að fyrir aðeins 13 árum létust 35 manns á 10 mánuðum í snjóflóðum fyrir vestan. Já, frekjan í fólkinu að vilja forðast slíkan harmleik. En fólk getur svo sem sjálfum sér um kennt, er það ekki Jón Otti, að búa á þessum stöðum sem eru hvort sem er ,,óþarfa þorp,,.        Ég gæti alveg eins komið fram með eina dæmisögu og sagt að Breiðholtið sé óþarfa byggð í dag.    Að það hafi verði þarft á sínum tíma að koma með ódýrari íbúðarkosti fyrir láglaunafólk en að þegar hagur þeirra batnaði hafi það bara átt að flytja í burtu. Ég gæti því haldið því fram að ekki þyrfti lengur að halda úti þessari óþarfa byggð og því ætti bara að hætta að malbika göturnar upp í Breiðholt. Það sem Jón Otti er ekki að átta sig á er að fólk ræður því hvar það býr. Í Breiðholtinu eins og annars staðar kemur fólk og fer, það er þeirra val. Sama dæmið er uppi á teningnum á landsbyggðinni. Og hvern telur hann sig vera að halda því fram að sum þorp séu óþörf, er það hans að ákveða það? Ekki veit ég hvar hann Jón Otti býr en ekki gæti ég ímyndað mér að hann yrði sáttur við að ég myndi t.d. halda því fram að hans hverfið væri óþarft og því ekki þjóðhagslega hagkvæmt að viðhalda byggðinni og að hann ætti bara að drífa sig í burtu. Mér finnst margt í þessari grein hreinlega ekki upplýstri mannsekju sæmandi, að halda slíkri vitleysu fram og ekki vildi ég vita hvað hann myndi segja um sunnanverða Vestfirði og hver óþarft mitt þorpið er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 366

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband