20.3.2008 | 17:55
Fermingar, fótbolti og páskaegg
Nóg verður að gera hjá okkur yfir hátíðina. 2 fermingarveislur eru í dag, nóg af fótbolta um helgina og ég held að við eigum eftir að kafna á því að borða páskaeggið nr. 7 sem bróðir minn gaf okkur. Annars finnum við lítið fyrir þessu fríi því að við erum ennþá í fæðingarorlofi og þá er eins og það sé endalaus laugardagur. Eina sem minnir mann á það að dagarnir líða eru hinir mismunandi þættir sem eru á mismunandi dögum. Ég veit að það er mánudagur þegar ég sé að C.S.I. er á Skjá 1, ég veit að það er miðvikudagur þegar ég sé dömurnar í ANTM á skjánum og fleira og fleira. Um páskana á þetta allt eftir að brenglast og ég á eftir að rugla dögunum ennþá meira. En hvað um það. Góður matur, vonandi góður fótbolti og súkkulaðið mun flæða út um eyrun á manni. Gleðilega hátíð allir saman!
Um bloggið
Siggan
Nýjustu færslur
- 17.1.2009 Nú byrjar fjörið!
- 3.12.2008 Þetta gengur svona upp og niður!
- 24.11.2008 Engin kreppa hér í gangi!
- 30.10.2008 Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
- 29.10.2008 Skólinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.