Fáránleiki tilverunnar,ævisögur og brjóstastækkanir

Á síðustu tveimur dögum hef ég lesið á netinu fréttir sem eru í senn ekki-fréttir og svo hryllillega grátbroslegar fréttir að ég hef bara ekki vitað annað eins. Í gær las ég stutta frétt um 12 ára stúlkubarn sem átti sér enga ósk jafn heita en brjóstastækkun í afmælisgjöf þegar hún yrði 13 ára. Og svo í morgun las ég um unga stúlku sem ætlaði að leggja hart að sér við það að ljúka við ævisögu sinni áður en hún verður 16 ára. Hvað er í gangi? Hin 12 ára hafði fullt samþykki frá móður sinni fyrir brjóstastækkuninni en hún ætlaði þó ekki að gefa henni þetta í afmælisgjöf þegar hún yrði 16 ára. Já, því að annað væri nú bara asnalegt! Þessa aðgerð réttlættu þær svo með því að hún myndi hjálpa stúlkunni að verða fyrirsæta í framtíðinni. Þá geta þær nú ekki verið að tala um frama í hátískuiðnaðinum því að þar eru nú flestar fyrirsæturnar brjóstalausar. En nú að ,,ævisögunni,,.    Engin veit sína ævi fyrir en öll er, þessi málsháttur á mjög vel við í þessu tilviki. 16 ára fólk skrifar ekki ævisögur, það skrifar minningar frá hluta ævi sinnar. Þegar maður er 16 ára hefur maður auðvitað upplifað eitt og annað en það eru samt sem áður smámunir miðað við það sem maður lærir þegar maður eldist. Og svo er það eitt. Ég skrifaði dagbækur í mörg ár og þegar ég las þær yfir ca. ári eftir að ég skrifaði þær fannst mér sumt bara ansi kjánalegt sem stóð þar skrifað. Ég held að viðkomandi stúlkukind eigi eftir að hlægja all hressilega eftir 10 ár og segja með sjálfri sér ,,Hvað var ég að hugsa?,,.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 364

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband