Nú skal ég hundur heita!

Þar sem ég læt oft aðra sjá um það að elda fyrir mig Whistling fór ég út á Kjúklingastaðinn í Suðurveri í gærkveldi. Þar er oft mikið að gera og þurfti ég því að standa dágóða stund í röð sem ég læt mig nú yfirleitt hafa. Þegar ég er að bíða er ég að stara á manninn sem er fyrir framan mig í röðinni, já ég veit að það er dónaskapur að stara en ég bara réð ekki við mig. Það sem ég tók sérstaklega eftir var það að í fangi hans var lítill hundur! Þetta er einfaldlega eitt af því sem ég skil bara alls ekki. Heldur fólk virkilega að bara af því að hundar komist fyrir í fanginu á manni séu þeir ekki lengur hundar heldur bara eins og hver annar fylgihlutur?  Að koma með dýr inn í verslanir aðrar en dýrabúðir myndi bara alls ekki hvarfla að mér. Kjúklingur með hundahárum er í mínum huga ekki girnilegur matur. Vinkona mín á 40 kílóa Schaffer-hund og ég stórefast um að hún yrði velkomin þarna inn með hann í bandi.       Í mínum huga er þetta alveg sambærilegt, hundur er alltaf  hundur og hundar eiga ekki að fylgja eigendum sínum inn á svona staði né í verslanir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 328

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband