17.1.2009 | 09:16
Nú byrjar fjörið!
Nú er komið nýtt ár og nú byrjar allt upp á nýtt aftur. Ég er búin að fá allar einkunnirnar og mér gekk bara rosalega vel! Hæðstu einkunnir sem ég hef fengið frá því að ég byrjaði!! Gott að sjá að allt erfiðið sem maður lagði á sig hafi borgað sig. Ég og dóttir mín höfðum það rosalega gott yfir jólin og komum aftur í borgina á nýju ári. Skólinn er byrjaður aftur og ég er aftur í 3 fögum, 12,5 gömlum einingum. Ég er í skólanum 3 daga í viku og 2 daga er ég ekki búin fyrr en um kl 17 og 1 dag kl 16:20. Það verður töluvert lesefni í vetur en ég var byrjuð í tveimur af þessum fögum þegar ég þurfti að fara í veikindafrí og ég á glósur í mest öllu lesefninu í einu faginu. En engu að síður verður þetta mjög erfiður vetur. Eitthvað ætlar dóttir mín að bíða með það að fara að labba og fórum við því með hana til læknis um daginn. Það á eitthvað að athuga þetta, fara til sérfræðings og í sjúkraþjálfun. Maður verður nú alltaf eitthvað hræddur þegar börnin þurfa að fara til læknis En þetta kemur allt í ljós fyrr eða síðar. Þangað til næst, hafið það gott!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 10:26
Þetta gengur svona upp og niður!
Það er ýmislegt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Ég er búin að skila þeim verkefnum sem ég átti að skila í nóvember og nú er bara að fara að snúa sér að næsta skrefi. Ég er að byrja á fræðilegri ritgerð um gagnrýni sem á að skila 12. des og svo er bara að fara að læra fyrir prófið sem er 18. des. Var að skoða próftöfluna í Háskólanum og gat ekki betur séð að í minni deild (hugvísindadeild) sé algengara að prófin séu seinna í mánuðinum en hjá öðrum deildum sem er þá búin fyrr í sínum prófunum. En svona er það nú. Óheppnin er búin að elta litlu fjölskylduna okkar á síðustu vikum. Fyrir stuttu varð nýlegi bíllinn okkar allt í einu eineygður í annað sinn síðan við keyptum hann sem var í mars á þessu ári. Það eru 3 perur í hvoru framljósi og það var ekki nóg að bara ein færi heldur fóru allar í öðru ljósinu og ein í hinu! Skemmtilegt! Og þar sem þetta var ekki nóg þá gaf þvottavélin okkar endanlega upp öndina eftir margra ára trygga þjónustu og það er ekki hægt að gera við hana. Þannig að nú erum við að fara í þvottavélaleiðangur sem ætti nú að vera skemmtilegt! Eins og allir vita eru þvottavélar eitt af dýrustu tækjunum á heimilinu og ekki hægt að fá eina góða nema fyrir 100 þúsund í minnsta lagi. Allt gerist þetta á besta tíma í yfirstandandi kreppu!!!! En það eru nú að koma jól og því ekkert annað að gera en að finna það sem er jákvætt í lífinu og einblína á það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2008 | 13:24
Engin kreppa hér í gangi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2008 | 22:33
Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
Ég vona að það verði nú ekkert úr því að Skjár 1 hætti útsendingum. Þar eru allir mínir uppáhalds þættir á dagskránni, CSI New York, Law and Order SVU, House, Dexter, Californication. Ég væri frekar til í að borga nokkra þúsund kalla fyrir þessa stöð heldur en t.d. Stöð 2 þar sem er bara 1 þáttur sem ég vil ekki missa af.
Annars er ég að fara að skipuleggja næsta mánuð í náminu því að það verður brjálað að gera! Ég á ekki mikið eftir að sjá Helga og Karen allan mánuðinn og hluta af desember líka. En svo fær Helgi frí til að slappa af eftir átökin þegar ég og Karen förum vestur yfir jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 11:22
Skólinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 14:42
Sumarfrí!!
Ég og fjölskyldan mín erum búin að vera í sumarfríi fyrir vestan núna í næstum mánuð. Hér erum við í góðu yfirlæti hjá foreldrum mínum og höfum það alveg rosalega gott. Dóttir okkar, sem er núna að verða 8 mánaða, hefur stækkað og dafnað vel hérna í sveitinni. Hún er farin að sitja sjálf, byrjuð að segja mamma og pabbi og afi og amma á sínu barnatungumáli og hún er líka búin að fá 2 tennur!! Við höfum fengið alveg frábært veður og gæti ekki liðið betur. Við eigum svo von á fleiri ættingjum á hingað um næstu helgi og þá verður nú fyrst kátt í hölinni. Systir mín er að koma með sínar tvær stelpur og bróðir minn og hans kona eru líka að koma. Við stoppum alla vega út næstu viku og þá verður haldið aftur til borg óttans. Það verður spennandi að sjá hvernig haustið og veturinn verður hjá okkur. Ég er að fara aftur í háskólann í haust og maðurinn minn er líka að fara í skóla. Hjá mér er kennt á daginn og hjá manninum mínum á kvöldin og um helgar. Þessi stundarskrá hjá okkur bjargar okkur frá hinni ómögulegu leit að dagmömmu sem er bara gott. Það færi hvort sem er stór hluti af námslánunum mínum í að borga henni. Þar sem ég verð bara sennilega 2 daga í viku í skólanum ætti þetta að reddast alveg. En sem sagt, spennandi tímar framundan. Þangað til næst!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 22:38
Gott að eiga góða að!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 21:18
Vatnsmýrin er fitandi!
Í gær var haldið eitthvað málþing í Iðnó um m.a. að samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefðu bein áhrif á versnandi lýðheilsu höfuðborgarbúa. Að skortur á útivistarsvæðum hefði þau áhrif að við hreyfðum okkur minna og að áherslan á einkabílin í samgöngum höfðuborgarsvæðisins væru þess valdandi að við færum síður hjólandi, gangandi eða hlaupandi okkar ferða. Auðvitað barst í tal Vatnsmýrin og hve mikið svæði til útivistar væri þar í boði ef bara flugvöllurinn færi í burtu. Flugvöllurinn, sem er aðal samgönguæð landsbyggðarinnar, á sem sagt að víkja fyrir útivistarsvæði fyrir of feita borgarbúa sem færu hvort sem er ekki á þetta svæði þó að þeir fengu borgað fyrir það. Því að það er ekki skortur á útivistarsvæðum sem veldur því lýðheilsa borgarbúa versnar vegna þess að við þyngjumst og þyngjumst, það er einfaldlega bara vegna leti. Við nennum ekki að fara það sem við gætum farið labbandi, við veljum alltaf bílinn því að hann er fljótari, þægilegri og auðveldari. Ég sá svo viðtal við Dag B. Eggertsson í sjónvarpinu eftir þingið og þar komust hann og fréttamaðurinn að þeirri niðurstöðu að í rauninni væri Vatnsmýrin fitandi!! Já, það er alltaf auðveldara að koma sökinni yfir á aðra í staðinn fyrir að taka ábyrgðina sjálfur.
19.5.2008 | 10:06
Harrison og ,,krakkinn,,.
Til í þá fimmtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 21:37
Nú skal ég hundur heita!
Þar sem ég læt oft aðra sjá um það að elda fyrir mig fór ég út á Kjúklingastaðinn í Suðurveri í gærkveldi. Þar er oft mikið að gera og þurfti ég því að standa dágóða stund í röð sem ég læt mig nú yfirleitt hafa. Þegar ég er að bíða er ég að stara á manninn sem er fyrir framan mig í röðinni, já ég veit að það er dónaskapur að stara en ég bara réð ekki við mig. Það sem ég tók sérstaklega eftir var það að í fangi hans var lítill hundur! Þetta er einfaldlega eitt af því sem ég skil bara alls ekki. Heldur fólk virkilega að bara af því að hundar komist fyrir í fanginu á manni séu þeir ekki lengur hundar heldur bara eins og hver annar fylgihlutur? Að koma með dýr inn í verslanir aðrar en dýrabúðir myndi bara alls ekki hvarfla að mér. Kjúklingur með hundahárum er í mínum huga ekki girnilegur matur. Vinkona mín á 40 kílóa Schaffer-hund og ég stórefast um að hún yrði velkomin þarna inn með hann í bandi. Í mínum huga er þetta alveg sambærilegt, hundur er alltaf hundur og hundar eiga ekki að fylgja eigendum sínum inn á svona staði né í verslanir.
Bloggar | Breytt 17.5.2008 kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siggan
Nýjustu færslur
- 17.1.2009 Nú byrjar fjörið!
- 3.12.2008 Þetta gengur svona upp og niður!
- 24.11.2008 Engin kreppa hér í gangi!
- 30.10.2008 Oooohhhh, trúi þessu ekki!!
- 29.10.2008 Skólinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar