Kjarasamningar, börn og bleijur

Fréttir af nýundirskrifuðum kjarasamningum vöktu bæði gleði og óánægju. Ég er nú eins og er í fæðingarorlofi og eftir það ætla ég mér aftur í nám.   En samt sem áður fer ég fljótlega út á vinnumarkaðinn og þá verður spennandi að sjá hvernig þessir samningar nýtast mér.                          En ég var búin að segja það við manninn minn að eftir að verslunarmenn sögðu að þær hækkarnir sem nýjir kjarasamningar fælu í sér yrðu þess valdandi að vöruverð hækkaði yrðum við að vera vel vakandi. Við urðum fljótlega vör við talsverður hækkanir og hér koma bara 2 dæmi. Við eigum tæplega 4 mánaða dóttur sem þarf sínar bleiju og blautþurrkur á bossann sinn og nokkrum dögum eftir undirskrift kjarasamninganna liggur leið mín í eina lágvöruverlsun og sé það að sú tegund af blautþurrkum sem ég er vön að kaupa hefur hækkað um hátt í 100 kr. Ég fussa og sveija um það í dágóða stund en sætti mig fljótt við orðinn hlut. En núna í morgun þegar mér barst Fréttablaðið þá varð ég vör við enn eina vöruhækkunin sem á eftir að kosta litlu fjölskylduna mína nokkra 1000 kalla á mánuði. Ég hafði fylgst vel með því þegar bleijur kæmu á tilboði í einni lágvöruversluninni sem gerist oft með ákveðnu millibili. Ég hafði nokkrum sinnum keypt þessa risa kassa sem innihélt 111 bleijur sem var mun ódýrari heldur en að kaupa minni pakkningar. Þessir kassar kostuðu fyrir ekki nema tæpum 2 mánuðum um 1600 kr en í Fréttablaðinu eru þessir sömu tilboðskassar komnir upp í 2298 kr!!! Þarna er um að ræða næstum 700 króna hækkun, geri aðrir betur. Þannig er hægt að rekja bein áhrif hinna nýju kjarasamninga til þess að kostnaðurinn í kringum bossanum á dóttur okkar hefur aukist um ekki minna en 1500 kr á mánuði. Dýr bossi það, þökk sé nýjum kjarasamningum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband