Fuglafóbía af verstu gerð!

Þessar staðreyndir eru ekki til þess að mér sé eitthvað betur við þennan óþolandi fugl. Ég þróaði mér mér fuglafóbíu á mínum yngri árum vegna hræðslu minnar við þessa fugla og á ennþá meira að segja erfitt með að fara niður á Tjörn að gefa fuglunum.  Þar sem ég bjó fyrir vestan var kríuvarp rétt fyrir neðan húsið okkar en þegar ég var mjög ung átti ég ekki við þetta vandamál að stríða heldur þróaðist það þegar ég varð eldri. Til þess að komast út á íþróttavöll þar sem ég æfði íþróttir á sumrin varð ég að fara í gegnum svæði sem kríurnar töldu vera í sinni eign og vörðu með öllum ráðum. Eitt skiptið þegar ég var á leið heim af vellinum elti ein krían mig langar leiðir. Þegar ég segji langar leiðir er ég ekki að meina einhverja 100 metra heldur allt að kílómeter eða alla leiðina heim til mín inn í bænum (ég bjó rétt við mörk bæjarins) Eftir þennan atburð varð ég aldrei söm. Ég gat ekki farið fótgangandi út úr bænum og geri ekki enn yfir sumartímann. Yfir bæjarmörkin báðu megin fer ég ekki nema í bíl. Svo er það gólfvöllurinn. Nokkrum sinnum kom það fyrir að ein krían tók sig til og verpti á miðjum vellinum og varði auðvitað sitt með kjafti og klóm. Völlurinn í mínum heimabæ er ekki þannig að kríurnar séu hluti af honum eins nokkrir vellir hérna fyrir sunnan þannig að meðan reynt var að finni hreiðrið og eyðileggja það varð ég stundum að sleppa nokkrum holum því að ég treysti mér ekki inn á yfirráðarsvæði kríunnar. Hér í borg óttans er nú ekki eins mikið um að maður þurfi að vera á yfirráðarsvæði þessa hryllilega fugls en fóbía mín þróaðist fljótt yfir í fóbíu fyrir öllum fuglum meira og minna. En þar sem návígi við fugla er ekki eins mikið hér og fyrir vestan þarf ég sjaldan að hafa áhyggjur. Hafa áhyggjur af því að gera mig af fífli þegar ég fleygji mér í jörðina öskrandi og grátandi og fást svo aðeins til þess að standa upp þegar búið er að fullvissa mig um að öndin sem var við fætur mér sé farin!! En svona er þetta bara. Þetta er minn kross að bera!Crying
mbl.is Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband