Nei, hættu nú alveg!!

Fyrsta færslan mín á þessari bloggsíðu minni fól í sér lýsingu á för minni um hið meingallaða kerfi Fæðingarorlfossjóðs.  Ég var ólétt og ætlaði eins og hver önnur manneskja í þeirri stöðu að sækja um fæðingarorlof en á dauða mínum átti ég von á frekar en þeirri martröð sem ég lenti seinna í. Martröð þessi endaði með því að ,þrátt fyrir að ég hafi verið í fullu námi síðan haustið 2005 og í vinnu á sumrin og með náminu, að ég fékk aðeins það sem kallað er fæðingarstyrkur. Fæðingarstyrkur er sú upphæð kölluð sem fólk sem er hvorki í námi né úti á vinnumarkaðnum er að fá í sínu fæðingarorlofi. Sú mikla upphæð eru heilar 43.899 krónur á mánuði í 6 mánuði!! Vegna þess að ég þurfti að minnka við mig námið á meðgöngunni og seinna að hætta að vinna vegna veikinda þá var alveg eins og seinustu 2 ár hafi þurrkast út. Því að bara vegna þess að á 6 mánaða tímabili á seinustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barnsin var ég ekki með nógu mikið nám né nógu mikla vinnu (vegna veikinda minna) þá var það bara túlkað eins og ég hafi bara verið heima hjá mér og gert ekki neitt. Engar undanþágur voru leyfðar og ég varð að gjöra svo vel að láta mér þessa upphæð að góðu verða. Það var ekki hægt að fara bara 6 mánuðum lengra aftur í tímann þegar ég var í 100% námi og þá hefði ég fengið fæðingarstyrk námsmanna, sem er helmingi meiri en fæðingarstyrkurinn, eða aðra 6 mánuði í viðbót þegar ég var í 100% vinnu og þá hefði ég fegnið 80% af laununum mínum í fæðingarorlofi sem launþegi. Nei, engar undanþágur, en mér var meira en velkomið að kæra úrskurðinn en fékk samt að vita það að niðurstaðan yrði alltaf sú sama og á meðan fengi ég engar greiðslur. En svona endaði þessi martröð sem sagt. Ég hélt mig vera lausa úr klóm kerfis Fæðingarorlofssjóðs en komst að öðru. Fæðingarorlofi mínu er nú lokið og ætlaði ég mér að fara aftur að vinna. Ég gat því miður ekki snúið aftur til fyrri starfa því að á þeim vinnustað er unnið í vaktavinnu. Ég ákvað því í sakleysi mínu að fara og sækja um atvinnuleysisbætur ef ske kynni að ég fengi ekki aðra vinnu strax. Því að engin getur lifað á loftinu sama hvað hver segir. Ég fékk fljótlega að vita það í viðtali mínu við þjónustufulltrúa í Vinnumálastofnun að það væru ekki miklar líkur á því að ég hefði rétt á atvinnuleysisbótum. Og ástæðan? Jú, hún var sú að vegna þess að ég hafi verið á fæðingarstyrk og að styrkur væri ekki laun og þá hefði ég ekki rétt á bótunum!! Það er sem sagt búið að ákveða það að fólk sem þiggur fæðingarstyrk frá Fæðingarorlfossjóði ætli sér ekki að fara að vinna eftir orlofið. Það eru ekki bara heimavinnandi húsmæður sem fá fæðingarstyrk eins og mál mitt sannar. Ég er að fara aftur í nám í haust og þarf að sjálfsögðu að halda áfram að borga mínar skuldir eins og annað fólk. Ekki veit ég ennþá hvernig þessi martröð endar en ég læt ykkur vita þegar ég vakna. Sæl í bili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 364

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband