AAAAAH, vorboðinn ljúfi

Alltaf veit maður þegar vorið nálgast því þá byrja sinubrunarnir að brenna. Þessir brunar eru yfirleitt af mannavöldum, hvort sem það eru einhverjir strákpjakkar eða bóndinn á næsta bæ. Slökkviliðið er nú alltaf vel undirbúið og ekki fór illa í þetta skiptið.
mbl.is Sinubruni við Lækjarbakka í Flóahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum ekki að standa okkur!!

Þetta hlýtur að vera eitthvað tímabundið bara. Við komumst fljótt aftur í fyrsta sæti Grin
mbl.is Ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers eiga hinar að gjalda?

Þetta hlýtur að hafa verið mjög leiðinlegt fyrir hinar í sveitinni að hafa þurft að skil verðlaunum sínum. Því auðvitað er ekki við þær að sakast heldur Marion Jones og vont að þurfa að refsa öllum fyrir brot hennar. En svona eru hópíþróttirnar, þar standa allir og falla með mistökum liðsfélaganna, því miður í sumum tilfellum.
mbl.is Bandaríkin svipt verðlaunum vegna Marion Jones
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bið ekki um mikið!

Hvað hefur fólk með alla þessa peninga að gera og hvað ætli þeir geri við alla þessa peninga? Þeim endist auðvitað ekki ævin til þess að eyða þessu öllu. Ætli þeir gefi með sér því ef svo er bíð ég mig fram í að hjálpa þeim að eyða þó að það væri ekki nema 50 millur. Sjáið þið bara, ég er ekki að biðja um mikið! 


mbl.is Beckham er launahæstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami, Gerrard og hvað þeir heita nú allir :)

Þvílíkur leikur!! Ég hef ekki verið svona stressuð yfir fótboltaleik síðan ég horfði á Liverpool spila við AC Milan um meistaradeildarbikarinn í Istanbul árið 2005! Ekki skemmdi það fyrir að uppáhalds leikmaðurinn minn í Liverpool liðinu, Sami Hyypia, skoraði þetta líka stórglæsilega mark. Það var ekki annað hægt en að fá hina frægu gæsahúð þegar stuðningsmennirnir sungu You Never Walk Alone, bæði fyrir og eftir leik, ég hefði gefið mikið fyrir að hafa verið þarna. En það verður að bíða betri tíma og vona ég þá að Anfield verði enn til staðar þegar ég loksins kem mér út að sjá leik.
mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið!!

Aldrei hef ég skilið þetta vatnsþamb á fólki alltaf hreint. Eins og segir í fréttinni hélt ég að það væri nóg að drekka þegar maður væri þyrstur, það geri ég alltaf. Þetta vatnsþamb varð á tímabili bara tískubóla, það þótti svo fínt að vera alltaf með vatn í flösku, held að það eigi að þíða að maður hugsaði eitthvað betur um heilsuna heldur en fólk sem drekkur bara vatn þegar það er þyrst. Ég bara skildi ekki tilganginn í því að vera að drekka allt þetta vatn þegar líkaminn skilaði meira en helmingnum af því til baka yfir daginn. Við þurfum sem sagt ekki allt þetta vatn. Erum við ekki líka yfir 70% vatn hvort sem er?
mbl.is Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð fríblöðin!

Alltaf er ég að heyra það að Fréttablaðið sé mest lesna fríblaðið á Íslandi og að lestur á 24 stundum sé alltaf að aukast. En það er nú ekki mér að þakka því að ég fæ þessi blöð mjög sjaldan. Ekki er ástæðan sú að ég búi úti á landi því að ég bý í hinni stóru borg Reykjavík. Sem dæmi er ég búin að fá 24 stundir 3 sinnum frá páskum og Fréttablaðið 2 sinnum. Ef ég fæ ekki 24 stundir get ég sent tölvupóst og látið vita af því og ef ég fæ ekki Fréttablaðið er símsvari sem maður getur hringt og talað inn á. En ekki virðist þetta vera alveg að ganga upp hjá þeim. Í vetur hafði ég það á tilfinningunni að sá sem ber út Fréttablaðið í minni götu bæri bara út ef það væri gott veður og af því að dæmi getið þið ímyndað ykkur hve sjaldan Fréttablaðið barst til okkar í vetur. Ekki veit ég hver er ástæðan fyrir fjarveru 24 stunda því að það er ekki algild regla að það sé gott veður þegar það berst til mín. Og svo er það annað sem er ennþá furðulegra. Sumar nætur þegar ég fer á fætur til að gefa dóttur minni að drekka þá heyri ég að fiktað er í bréfalúgunni bæði hjá okkur og hjá nágranna okkar og geri ég þá ráð fyrir því að annað hvort blaðið sé að berast til okkar. En þegar ég fer svo að gá eru bara engin blöð í bréfalúgunni! Hvað er í gangi, eru þessar manneskjur sem bera út blöðin bara að þykjast? Fikta þær bara aðeins í bréfalúgunni og fara svo, því ekki get ég ímyndað mér að einhver annar sitji fyrir þeim og steli blöðunum frá okkur!! En ég auglýsi hér með eftir manneskju sem er tilbúin að bera út blöðin prívat og persónulega bara fyrir mig, manneskju sem þolir vel veður og vind og manneskju sem ekki ber út ósýnileg blöð. Góðar stundir

Og er þetta frétt?

Hver ákvarðar það hvað er frétt og hvað ekki? Íslensk kona giftist unnusta sínum, hefur það ekki gerst áður? Eða spilar það svona stóran þátt að hann er indverskur? Núna er ég bara alls ekki að skilja Moggan!! Ætli það komist í fréttirnar þegar ég gifti mig, ég bara spyr? Ég sé alveg fyrir mér fréttina, bókmenntafræðingur (sem ég er nú ekki orðin enn), alin upp að öllu leyti í þorpi á sunnanverðum vestfjörðum, giftist unnusta sínum til margra ára. En, nei annars, ég kemst örugglega ekki í fréttirnar með þetta því að unnusti minn er ramm íslenskur karlmaður sem étur súrsaða hrútspunga á Þorranum. En ég kemst einhvern tímann í fréttirnar, fylgist bara með!
mbl.is Giftist inn í indverska fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siggan

Höfundur

Siggan
Siggan
Móðir, unnusta, nemi og svo margt fleira!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 379

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband